Við kynnum það allra nýjasta frá Pom Pom London: City Traveler ferðataskan. Þessi risastóra útgáfa af klassísku City töskunni rúmar allt sem þú gætir viljað hafa með í ferðalagið, hvert sem förinni er heitið!
En nei, við eigum hana reyndar ekki til en það er auðvitað 1. apríl í dag! Við eigum hins vegar til nóg af City töskum, og ef þú kaupir slíka í dag þá færðu 10% afslátt með kóðanum APRIL.